Kerrur

Frá því Brenderup var stofnað árið 1936 hefur þróunin verið hröð og kerrurnar búnar sífellt fleiri eiginleikum og einstökum smáatriðum.

Samhliða því hefur úrvalið aukist og þróaðar hafa verið vörur fyrir allra handa flutninga. Í dag erum við leiðandi á okkar markaði í framleiðslu á kerrum og það er engin tilviljun enda setjum við áreiðanleika, notagildi, nútímahönnun og öryggi ofar öllu. Fjölbreytt úrval aukahluta gerir það að verkum að hægt er að nota þær fyrir margs konar verkefni.

 

Árið 2014 tókum við nýja stefnu með stofnun sjálfstæðs fyrirtækis, Brenderup Group, þar sem Brenderup er eitt af helstu vörumerkjunum.

Þetta er nýtt félag sem leggur eingöngu áherslu á framleiðslu og sölu á kerrum. Innan fyrirtækisins býr mikil þekking og reynsla á því sviði. Markmið þess er að framleiða vörur sem nýtast notendum okkar einstaklega vel.

Vöruúrvalið gerir okkur kleift að uppfylla kröfur viðskiptavina, hverjar sem þær eru.

Þú nýtur góðs af þekkingu og reynslu við val á nákvæmlega þeirri kerru sem hentar þínum þörfum. Þannig eignast þú vöru sem þú getur reitt þig á um ókomin ár.

Við sækjum í reynslubrunn okkar, náið net samstarfsaðila og ábendingar frá notendum þegar við hönnum nýjar vörur, þar sem hönnun og mikið notagildi er í fyrirrúmi. Þannig getum við framleitt vörur sem gera flutning á hvers kyns búnaði og efnum að léttum leik.